Hjólastilling er nauðsynleg ef hjólin hafa skekst af einhverjum ástæðum. Það hefur áhrif á stýrishæfni bílsins og veldur því að dekk slitna hraðar sem getur verið mjög kostnaðarsamt.

Hjólastilling er ekki það sama og jafnvægisstilling á dekkjum.

Helstu vísbendingar um að bílinn þarfnist hjólastillingar eru:

  • Skjálfti í stýri
  • Leitar til hliðar
  • Bíllinn rásar frá einni hlið vegar til hinnar.
  • Bíllinn leitast við að beygja til annarrar hliðar þegar ekinn er beinn vegur eða þegar hemlað er.
  • Stýrið virkar of létt.
  • Slit á dekkjunum er ójafnt.
  • Það vælir í dekkjunum í beygjum.
  • Bíllinn réttir sig ekki hnökralaust af eftir beygju.

Sendu okkur fyrirspurn um tíma hér